Fęrsluflokkur: Vķsindi og fręši

"Endimörk vaxtarins"

Ķ ęsku las ég kiljuna "Endimörk vaxtarins", sem mig minnir aš einhverjir ašilar ķ svoköllušum Rómarsamtökum hafi gefiš śt snemma į įttunda įratugnum. Kiljan lżsti žvķ į nokkuš sannfęrandi hįtt hvernig nįttśruaušlindir jaršar myndu verša fullnżttar, olķa aš mestu uppurin um 1980 og kopar og og ašrir mįlmar einhverjum įrum sķšar.

Žaš sem var gott viš kiljuna aš hśn fór vel ķ hendi og mig minnir aš hśn hafi veriš af svipašri stęrš og Rauša kver Maó formanns og fór žvķ einnig vel ķ vasa. Žessum heimsbókmenntum var hampaš af hinum unga menntskęlingi sem algildum sannleika um žį hrašferš til glötunar sem viš stefndum, ķ žeim skilningi aš senn myndu bręšur berjast og bręšravķg yršu hįš um sķšasta olķdropann um vķša veröld. Allt rķmdi žetta vel viš nżnumda Völuspį drengsins og žau endalok sem birtast ķ žeim mikla bįlki. Maó formašur hafši lķka svörin viš flestu, žó aš ég hefši ekki komist aš žvķ fyrr en mörgum įrum sķšar aš ķ engu hafi hann breytt ķ samręmi viš sitt eigiš kver. 

Mér var hugsaš til žessara gömlu kvera sem hrifu milljónir manna įšur fyrr og fólk var jafnvel tilbśiš aš lįta lķfiš fyrir, žegar ég var aš hlausta į Al Gore. Velti žvķ fyrir mér hvaša skilyrši žurfa aš vera til stašar til aš hęgt sé aš hrķfa meš sér fólk ķ einhverja "göngu" sem į sér kannski ekkert upphaf og engan endi. Hvort žetta vęri ekki bara "fanatķsk" trśarbrögš žar sem veriš vęri aš spila meš fólk? Settur į žetta "vķsindastimpill" til aš "garantera gęšin", žar sem flestir eru hvort eš er löngu bśnir aš glata žeim eiginleika aš nota rökhugsun ķ žessu "sjįlffóšrandi" neyslusamfélagi.

Mér finnst Al Gore og žessi stefna hans vera lķkt og trśarbrögš, sem leyfir lķtil sem engin frįvik frį hinu bošaša orši. Stefnan hans er aš žvķ leytinu eins og Rauša kveriš og greiningin og tillögurnar ekki ólķkar žvķ sem ég fręddist um ķ "Endimörk vaxtarins". Ég er hvorki sannfęršur aš hann hafi greint vandann rétt eša leggi til réttar lausnir viš žvķ sem hann greinir. Bendi žeim sem vilja lįta žessi mįl sig skipta aš lesa bók Nigel Lawson (pabba matreišslukonunnar fallegu Nigellu) sem kallast "An Appeal to Reason: A Cool Look at Global Warming".


Um bloggiš

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband