Kjörið óreiðufólk

Það er lítil ráðdeildarsemi hjá kjörnum fulltrúum okkar (óháð flokkum) þessa dagana þó að allt sé hér á ferðinni til andsk.. Alls telst mér til að 14 þingmenn og 7 ráðherrar hafi verið við skyldustörf erlendis í vikunni, þar sem hver aðili fær daglega greiddar 41-62 þús. kr. í dagpeninga.

Skyldi nú ekki vera ástæða til að skoða svona og spyrja sig þeirra einföldu spurninga hvort ekki megi líka spara hjá "þessu fólki" þegar fyrirtæki eru að segja uppi fólki eða lækka laun? Hvort þetta fólk eigi ekki að fara fram fyrir skjöldu og lækka launin sín og vera í fararbroddi í niðurskurði og sparnaði? Það yrði þá kannski trúverðugra. En það verður líklega seint og venjulega fá ráð frá þessu fólki, nema kannski eitt og eitt ráð hvernig gera megi slátur. En kannski verða lánveitingar nágranna okkar og vina í austri og vestri, Færeyinga og Grænlendinga, til þess að þessu fólki skorti ekkert og geti haldið áfram þessari óráðssíu. Þau hafa jú forgang á gjaldeyri umfram t.d. innflutning á lyfjum, matvælum og varahlutum, sem er jú svipuð forgangsröðun og viðhöfð er í N-Kóreu.


mbl.is Hrina hópuppsagna hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Vonandi ná Grænlendingar að öngla saman nokkrum kr. og legg til að framlag þeirra veri eyrnamerkt í ferðasjóð fyrir Dómsmálaráðherran okkar Hr. Björn Bjarnason, en kall greyið hefur á þriðja mánuð erlendis á árinu, svo kallinn þurfi ekki láta af flækingi sínum er rétt stofna sérstakan ferða og uppihaldssjóð fyrir hann, og þá er hann kýs að hafa mér sér í förm.

  Nú í sl. viku var hann í Washington og undirritaði afar merkilegan samning er felur í sér samstarf´bandarísku strandgæslunar og Landhelgisgæslu Íslands, vonandi hann hafi ekki gleymt að segja þeim að við eigum ekki fyrir olíu á skipinn, nú sem áður.  Nokkuð merkilegt finnst mér að gera samstarfssamning við landa er mörgþúsund mílur aðskilja lögsögur okkar.  Einnig sat hann afar merkilega ráðstefnu hjá CSIS sem eru einhverskonar eftirlegu kind frá kaldastríðinnu, og hennar megin áhersla er lögð á Defense and Security, auk regionar stability.  Þarna hlítur Björn að vera ómissandi.

   Merkileg er að hann skyldi hafa nennu til að sitja undir fyrirlesti um framleiðslu og sölu Rússa á jarðefnaeldsneyti, en erindið er nú til sölu 12.95 US$.  Fróðleg er að Björn kemur með í farteskinu upplýsingar að Rússar glími nú við mikla efnahagserfiðleika, auk þess sem framleiðsla þeirra á olíu og gasi er að dragast saman.  Hann mynnist ekki á það að Rússar hafa verið að greiða upp erl. á undanförnum misserum löngu fyrir gjalddaga þeirra, og eiga nú í sjóði er þeir sett á stofn fyrir fáum árum,sem er svipaður og Norski olíusjóðurinn, en er talinn vera orðið töluvert stærri.  Rússar hafa þó burði til að fóðra Evrópu á Gasi í vetur.

   Eg tel ferðina til Washington, ef hún er á kostnað okkar skattborgarana, en ekki skemmiferð, vera vanvirðu við okkur ekki síst í ljósi þeirra hörmunga er stjórnvöld landsins hafa leitt yfir okkur á sl. vikum.

haraldurhar, 2.11.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband