Færsluflokkur: Bloggar

Lénsskipulag og einkaleyfavernd

Það verður fróðlegt að fylgjast með því á hvern hátt löggjafarsamkundan hérna ætlar að bregðast við þessum dómi. Hvernig hún ætlar að takast á við atriði sem ekki samrímast grundvallar mannréttindum.

Talsmenn kerfisins hafa haldið því á lofti sem besta stjórnunarkerfi í fiskveiðivernd heimsins. En árangurinn þekkja flestir: Hann er minnkun afla, gjaldþrot byggðarlaga, tilflutningur verðmæta til fárra útvalinna og svo núna að verða snupraðir af erlendum aðilum fyrir að lögin tryggi ekki rétt einstakinga í málum sem teljast til sjálfsagðra mannréttinda. Tími til kominn að kerfinu verði breytt enda er þetta "peningakerfi" en ekki verndarkerfi.

 


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallar á breytingar

Yfirlýsing Árna M. Mathiesen vegna yfirlýsingar dómnefndar um hæfi umsækjenda í starf héraðsdómar er athyglisverð. Hún er uppfull af hroka og veitir almenningi ágæta innsýn í hugarheim ráðherra sem misbeitir valdinu gróflega. Lýðræðinu hefur verið nauðgað. Þessi aðför kallar á að framkvæmdavaldið komi ekki lengur að skipan dómara. Finnst hugmyndin um að 2/3 Alþingismanna þurfi til að ráða dómara á öllum dómsstigum góð.
mbl.is Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Verðbréfaguttað"

Ein ástæðan fyrir því að krónan styrkist ekki frekar við þessa útgáfu kunna að vera lækkanir á innlendum hlutabréfamarakði. Hreyfingar á innlendum hlutabréfamarkaði og breytingar á gengi hafa fylgst náið á í þó nokkurn tíma. En nú kann að verða breyting á þegar lánskjör erlendis hafa versnað.

Hættan sem fylgir þessum krónubréfaútgáfum er að mínu mati vanmetin. Hugsanlegt er að hún eigi eftir að aukast og þá frá nýjum aðilum. Veiking dollarans mun líklega auka flæði yfir í myntir sem bera háa vexti.

Við erum örríki með dvergefnahag. Bónusgreiðslur til verðbréfaguttana (verð víst að nota "verðbréfaguttað" til að uppfylla ákvæði hvorugkynsins í nýrri þingsályktunartillögu) er í desember á Wall Street þreföld þjóðarframleiðsla Íslands! Hvorki meira né minna. Okkur finnst þetta mikið. En málið er að þjóðarframleiðsla okkar er nánast engin í alþjóðlegum samanburði. Með t.t. litlu fjármagni, kannski innan við 10% af því sem greitt er í bónus á WS í ár, væri hægt að senda krónuna í rússíbanaferð líkt og gerðist þegar breska pundið var fellt á sínum tíma.


mbl.is Ný krónubréfaútgáfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður deCode yfirtekið af Google?

Athyglin sem deCode fær erlendis vegna deCodeMe virðist vera mjög mikil. Hjá New York Times s.l. laugardag var fréttin um deCode mest lesin, skv. spjallrás um deCode á Yahoo: 
"NY Times...

MOST POPULAR
E-Mailed Blogged Searched

1. The DNA Age: My Genome, Myself: Seeking Clues in DNA

2. In Name Count, Garcias Catching Up With Joneses

3. In the Valley of the Literate

4. U.N. Report Describes Risks of "
Á sömu spjallrás var líka lögð áhersla á að önnur félög sem hafa verið að þróa svipaðar lausnir eru ekki versluð á mörkuðum. Gefur hluthöfum í deCode forskot:
"Therefore DCGN is currently the ONLY publicly traded company for investors in this new and exciting area of personal genomics. I think this is very much in our favor right now.... "
Og síðast en ekki síst að internetrisarnir kunna að vilja komast yfir þennan hluta í starfsemi félagsins. Gott fyrir hluthafana:
 
"I think that cosmogon99 is absolutely correct in saying that we have just witnessed the beginning of a revolution in medical technology��

OK, this is my personal opinion!

The Internet is the future� that is for certain. We have witnessed that the big Internet companies have been acquiring the brilliant Internet ideas that have come along. What they all have in common is that they are all developing their own brilliant solutions, but also on the lookout for start-ups that can potentially become a success. They have all entered areas of strong competition on, i.e. finance, entertainment, music, IP communication etc. Have a look at what Google has been up to: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Goo... and Yahoo http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_acq...! , MS http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_com... ebay http://en.wikipedia.org/wiki/EBay

I do not know what is next in line for these giants, but deCODEme is definitely an area that they will be looking into and when they want something badly money is not the problem. The price is difficult to calculate, but there is a lot of forward anticipation for deCODEme to become a big revenue earner for the guys who now how to market it. Look at what ebay bought skype for (2005) http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/4237...


Sentiment : Strong Buy"

mbl.is Gengi bréfa deCODE hækkaði um 18,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Kræklingarækt (eldi) er áhugverð starfsemi og vonandi á þetta eftir að ganga vel. Danir hafa staðið framarlega í þessu eldi og kræklingurinn þeirra er víða þekktur.

Eflaust mætti víða nýta nýta aðstæður hér við land til að framleiða, skapa vinnu og afla gjaldeyris fyrir þurftarfrekt þjóðarbú ef vilji og skilningur væri fyrir hendi. En þó að við höfum kannski yfirburði yfir margar þjóðir varðandi hreinleika umhverfis, hitastig sjávar ofl., eru "manngerðar" aðstæður hér ekki hliðhollar framleiðslu. Vextir þannig að eina framleiðslan sem líklega skilar arði er við núverandi vaxtastig, er ræktun á kanabisefnum.  En við sem orðin erum eldri en tvævetur vitum að það er bannað.


mbl.is Kræklingarækt hafin í Ísafjarðardjúpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fredriksen er snillingur

Fredriksen er snillingur. Hann hugsar um hag hluthafa og félögin sem hann hefur staðið að t.d. Frontline, SFL, Seadrill, Golden Ocean ofl. hafa það öll að markmiði að dreifa ávinningnum til hluthafa. Ótrúlegar arðgreiðslur hafa farið í gegnum þessi félög sem hafa gert marga fjárfesta í þeim vellauðuga. Hann hefur þann stíl að bjóða stjórnendum ekki kaupréttarsamninga og setur þak með samþykktum á aðalfundum á laun stjórnenda og stjórnar.

Hann er harður og slingur stjórnandi og flest öll félögin sem hann hefur komið að hafa malað gull. Óskandi að þessi fáu félög sem hér eru skráð á markaði hefðu svipaða stefnu í arðgreiðslum og félögin sem Fredriksen hefur tögl og hagldir í. 


mbl.is Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegt hversu lítið er fjallað um þetta

Ég er mikill áhugamaður um deCode. Fyrir utan það að eiga í í tölvert stóra stöðu í félaginu er ég áhugamaður um að sem mest að fyrirtækjum, þar sem hugvitið er virkja, verði staðsett hér á landi. kannski er ég að verða eins og Kató gamli.

En ótrúlegt finnst mér hvað síðasta afrek deCode fær litla umfjöllun. Þegar þetta er skrifa, rétt fyrir 18:00 hefur hlutabréfið hækkað um 0,42$ (14% hækkun!) á markaði í USA vegna tilkynningar frá félaginu. Þá hefur fréttin fengið tölvert rými í erlendum fjölmiðlum, t.d. á MarketWatch, Yahoo, Forbes og á Bloomberg.

Eini fjölmiðillinn hér á landi sem fjallað hefur um þennan áfanga (sem er einstakur í veröldinni) er mbl.is og þar eru allar fréttir um félagið flokkaðar undir "tækni og vísindi". Á ríkisfjölmiðlinum er t.d. frekar fjallað um "Rennslishraða mjólkur í mjaltarkúm" en þetta afrek sem vekur athygli á heimsvísu. Ekki á ég von á því að þetta heilli "Kastljósfólkið", þar ráða vandamálin, gamlar lummur og illa undirbúnir spyrlar ríkjum.

 


mbl.is ÍE ætlar að færa erfðafræði nær almenningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Carry-trade konsúllinn"

"'Útgerðarkonsúllinn" fyrir erlendar "carry-trade" útgerðir við Kalkofnsveg hefur gefið merkið og á næstu mánuðum munu ryðjast hingað inn á krónumiðinn aðilar í leit að skjótfengnum gróða. Krónan mun við þær veiðar styrkjast enn frekar með tilheyrandi erfiðleikum fyrir alla framleiðslu hér á landi.

Á undanförnum vikum og dögum hafa birst fréttir um lokun á framleiðslufyrirtækjum á landsbyggðinni. Síðustu daga hefur keyrt um þverbak, að meðaltali ein lokun á dag með tilheyrandi uppsögnum starfsmanna. Aðgerðir "Konsúlsins" í dag hraða niðurrifinu og landsbyggðin og framleiðslufyrirtækin í þessu landi eiga eftir að fá enn þyngra högg í framhaldinu.

En kannski vakir fyrir "Konsúlnum" að tryggja þá sem hafa sitt á þurru, hafa allar sínar tekjur í krónum, "millifærslulið" sem hefur aldrei vitað að hér mun ekkert þrífast nema að við getum framleitt og selt afurðir/þjónustu okkar erlendis. Svo hlýtur þetta að vera gott fyrir þá sem þurfa að gera sér tíðar ferðir suður til Indónesíu. Kaupmátturinn meiri og ferðakostnaðurinn ekki eins íþyngjandi fyrir ráðuneytið.

Vaxtabreytingin er hugsanlega dauðadómur krónunnar og kallar ennfrekar eftir vitrænum umræðu um hana frekar en "sprenghlæilegum" athugasemdum.

Ég er að vona að þessi vitlausa ákvörðun verði okkur til góðs. Teygjan slitni með tilheyrandi breytingum sem nauðsynlegar eru til að koma peningamálastjórninni í einhvern vitrænan farveg. Verkalýðsfélögin og Samtök atvinnurekenda hljóta að standa upp og mótmæla þessu. Sama hlýtur að verða með Samfylkinguna ef hún ætlar að standa undir nafni.

 

 


mbl.is Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sprenghlægilegt", en sannleikanum er hver sjálfreiðastur

Það er ekkert "sprenghlægilegt" við það að skoða hvort hagkvæmara er fyrir okkur að skipta út krónunni og taka upp aðra mynt, t.d. Evru, eins og Seðlabankastjórinn hélt fram með svo minnisstæðum hætti. Skynsöm umræða um þessi mál er okkur nauðsynleg.

Íslenska hagkerfið hefur af stórum hluta verið fjármagnað með "vaxtarmunarviðskiptum" eins og Manuel Hinds fyrrv. fjármálaráðherra El Salvador bendir á í grein sinni í Viðskiptablaðinu 20. september s.l. Hinds bendir á jafnframt á að viðskipti þessi nemi liðlega 70% af vergri þjóðarframleiðslu. Erlendar skuldir nemi 6.000 milljörðum og nettó skuldastaða er neikvæð um 180% af vergri landsframleiðslu. Árlegar vaxtagreiðslur til útlanda nema um 200 milljörðum eða um 54% af því útflutningi. Tvöfalt meira er flutt inn við framleiðum og flytjum út. Afleiðingin er sú að við getum ekki greitt niður erlendu vextina, en þurfum í sífellu að hækka yfirdráttinn gagnvart útlöndum, þ.e. auka skuldina við erlendu aðilana.

Vegna þessa hefur krónan fengið verðgildi sem hún engan vegin er raunhæft. Krónan er metin til verðleika á "speculatívan" hátt, þ.e. verðgildi hennar stjórnast af spurn í vaxtarmunarviðskiptum en ekki í framleiðslulegum gildum, t.d. hvaða hluti hægt er að framleiða hér og nýta á hagkvæmari hátt en gert er annarsstaðar. Afleiðingin af þessu er að framleiðsla og nýting auðlinda (fiskistofnar, hugverk, þjónusta ofl.) verður hlutfallslega dýrar hér og á erfiðara í samkeppni á erlendum mörkuðum.

Ég hef lengi spáð því að skellurinn á hagkerfið verði þegar Seðlabankinn lækkar vextina. Í öllum venjulegum hagkerfum ætti vaxtalækkun að stuðla að aukinni fjárfestingu og hleypa lífi í innlendan hlutabréfamarkað og knýja hagkerfið þannig áfram. Ég held að það gerist með öfugum formerkjum hér, þrátt fyrir spár allra greiningardeilda um hið gagnstæða. Það sem ég held að gerist er að þegar vextir lækka tekur krónan dýfu og fer að "fjármagna" sjálf krappari dýfu í gegnum  flótta úr vaxtarmunarviðskiptum og í gegnum uppgjör/gjaldþrot og skarpa verðlækkun á fasteignamarkaði, sem situr upp með framleiðslu á húsnæði sem dugar til næstu sjö ára og fjármögnuð er að verulegu leyti með erlendu fjármagni.

Gangi þetta eftir leitar raungengi krónunnar aftur að jafnvægi þar sem framleiðslukostnaður innanlands gefur okkur möguleika að keppa við erlenda aðila um "vörur" sem framleiddar eru hér. Þá er bara spurning hvað mikið verður eftir af lífvænlegum fyrirtækjum til að geta framleitt og selt til að fá inn nýja peninga í þjóðarbúið. Áhrif af falli krónunnar á örugglega einnig eftir að hafa víðtækari áhrif á einkaneyslu en við höfum áður séð í gengisbreytingum fyrri ára. Einstaklingar eru í dag hlutfallslega meira skuldsettir í erlendri mynt en nokkurn tíma áður. Fall krónunnar á eftir að bíta hratt í þá einstaklinga sem skuldsettir eru í erlendri mynt. Hinir fá hækkun á lánum sínum í gegnum verðtrygginguna þegar verðbólgan tekur á skrið með hækkuðu verði á innflutningi.

Þetta er kannski ekki fögur lýsing og vonandi verður hún ekki að veruleika. En ég óttast að svo verði. Við höfum notast við óskynsama peningamálastefnu og jafnframt hafa ríkisfjármálin verið þannig rekin að þau hafa verið þensluhvetjandi. Jákvæður greiðslujöfnuður ríkssjóðs er eingöngu tilkominn vegna of mikils innflutnings en ekki af góðum rekstri. Þegar innflutningur dregst saman situr ríkissjóður eftir með kostnaðinn og öll óleystu verkefnin hvernig hægt hefði verið að hagræða í rekstrinum.

Það má sjá þessu glöggt dæmi í svokölluðum mótvægisaðgerðum ríkissjóðs til að bregðast við aðsteðjandi vanda vegna kvótaskerðingarinnar. Segir manni mikið um það hversu lítt tengt þetta fólk er, sem getur gengið að laununum sínum vísum með hjálp annarra. Mikið af aðgerðunum eru millifærsluleiðir sem snúast um að flytja til opinber störf (fimm nýir lögreglumenn hér og sex nýir bókarar þar) eða sóa fjármunum í aðgerðir sem koma kannski aldrei til með að skila "útlögninni" til baka. Lítið í aðgerðunum er með beinum markmiðum um að efla nýsköpun og búa til umhverfi sem hvetur til framsækni einstaklinganna til að finna leiðir til að "framleiða vörur" sem hægt er að selja úr landi. Kannski hefði verið skysamlegra að útdeila þessum milljörðum beint til einstaklinganna, lána þeim til að opna t.d. E-Trade reikninga og kenna fólki að veiða á erlendum fjármagnsmiðum.

 

 


mbl.is Beinn ávinningur 70 milljarðar á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð snúast um hagsmuni

Öll stríð snúast um hagsmuni. Oftast var herjað til að komast yfir náttúruauðlindir, ná í nýtt ræktunarland eða  vatn, ná í ódýrt vinnuafl eða tryggja markaði. Valdhafarnir "markaðssettu" herfarirnar annaðhvort í nafni trúarinnar eða að verið væri að herja á óvin sem landinu stafaði sérleg ógn af. Tilgangurinn með markaðssetningunni var jú að tryggja eða auka áhrifamátt ríkisins og einnig að búa til skiljanleg "rök" fyrir lýðinn, svo að auka mætti skattheimtu til að fjármagna herförina og ekki síður að ætlað mannfall í herförinni hafi haft tilgang. Stríðið í Írak snýst um hagsmuni, olíu, ekkert annað.

Bandaríkjamenn líkt og Nasistar (þegar þeir réðust inn í Tékkóslóvakíu) byggðu gagnaöflun sína á upplýsingum frá glæpamönnum. Óáreiðanlegum upplýsingum sem kannski tóku frekar mið af því að veita upplýsingar sem voru nægjanlega rangar til að koma af stað atburðarrás sem þjónaði hagsmunum þessara glæpamanna og féllu að hugmyndaheimi þeirra sem standa við stjórnvölinn í Bandaríkjunum. Olíusjóður Íraks og frystar erlendar innstæður voru leystar upp og 700 tonn af dollaraseðlum prentaðir og fluttir  flugleiðis til Íraks í flutningavélum til að búa til "goodwill" og reyna á þann hátt að stytta tímann sem þá var bara skilgreind sem "aðgerð". Mest af þessu fjármagni lenti hjá glæpamönnunum sem veittu svo vel á garðann með röngum upplýsingum. 

Afleiðingarnar af þessari herför eru hörmulegar. Fyrir utan öll þau mannslíf sem fórnað hefur verið í þessu tilgangslausa stríði er heimurinn orðinn verri og sumpart hættulegri en hann var áður. Alskyns öfgahópar hafa sprottið upp til að herja á þá sem herja á trúbræður þeirra í suðri. Trúarbrögðin notuð til að villa um fyrir fólki í þeim tilgangi að hvetja það til að framkvæma einhver voðaverk og þá ekki bara á þeim stöðum sem stríðið er rekið. Viðbrögðin utan átakasvæðisins eru þau að allt eftirlit er aukið, gengið á mannréttindi fólks með þukli og gagnasöfnun með tilheyrandi ofurkostnaði fyrir öll hagkerfin. Allt í nafni einhverrar "ógnar" sem við sjálf erum farin að halda að sé til staðar.

Vegna þessa stríðs, sem átti að vera aðgerð, er orðið erfiðara og kostnaðarsamara að eiga í viðskiptum við erlenda aðila, flutningur á fjármagni á milli landa er undir sérstakri smásjá, lengri tíma tekur fyrir fólk að ferðast, gríðarlegur innbyggður kostnaður hefur verið settur á vegna eftirlits með samborgurum með þeim afleiðingum að vinnuafl flyst til í störf sem eru þjóhagslega óhagkvæm og heimurinn er orðinn verri vegna þess að flestir trúa að "ógnin" sé til staðar. Afleiðingarnar eru að lífsgæði fólks hafa skerts og þjóðhagslegur óhagkvæmur kostnaður hefur aukist.


mbl.is Greenspan: Íraksstríðið snýst aðallega um olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hagbarður

Höfundur

Hagbarður
Hagbarður

Óli Rúnar Ástþórsson

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband